Meistaraflokkur karla tók þátt í árlegu Valsmóti um helgina. Liðið lék þrjá leiki, einn sigur kom í hús og tveir leikir töpuðust.
Liðið hóf leik gegn ÍR en eins og flestir vita þá er Jón Arnar Ingvarsson, bróðir Péturs Ingvarssonar þjálfara Hauka, við stjórnvöldinn hjá ÍR.
Leikurinn var í járnum allan tímann og afar spennandi. Haukar leiddu mest allan leikinn en ÍR-ingar komust yfir þegar um 20 sekúndur voru eftir með þriggja-stiga körfu frá Ómari Sævarssyni. Haukar náðu ekki að jafna og ÍR vann 39-36.
Næsti leikur var gegn Val2 en Valsmenn tefldu fram tveimur liðum sem voru að mestu skipuð sömu leikmönnm. Ástæðan fyrir þessu var að KFÍ dróg sig úr keppni. Leikurinn var aldrei spennandi og Haukamenn unnu auðveldan sigur 44-28.
Þriðji leikur mótsins var gegn ríkjandi Valsmótsmeisturum Stjörnunni. Eftir jafnan fyrsta leikhluta hrökk allt í baklás hjá Haukamönnum og þeir skoruðu afar lítið á löngum köflum. Lokatölur voru 26-46 Stjörnumönnum í vil.
Niðurstaðan einn sigur og tvö töp yfir helgina.
Leikmennirnir sem tóku þátt:
Bjarni Árnason
Emil Barja
Jóhannes Jóhannesson
Haukur Óskarsson
Sveinn Ómar Sveinsson
Kristinn Jónasson
Lúðvík Bjarnason
Marel Guðlaugsson
Helgi Einarsson
Gunnar Magnússon
Óskar Magnússon
Gunnar Birgir Sandholt
Myndir: – stebbi@karfan.is
Efri mynd – Bjarni Árnason lék sína fyrstu leiki með Haukum og átti fína spretti.
Neðri mynd – Kristinn Jónasson hjálpar Gunnari Birgi Sandholt á lappir.