Meistaraflokkur karla í handknattleik spilar þessa stundina í undakeppni Meistaradeildarinnar gegn Cyprus College í Kýpur. Báðir leikirnir verða leiknir ytra. Einn í dag klukkan 16:00 á íslenskum tíma og sá síðari á morgun á sama tíma.
Við munum koma með nýjustu tölur hingað inn þegar fréttir berast hingað að utan.
Við minnum fólk á að „refresh-a“ síðuna með því að ýta á f5 á lyklaborðinu.
Freyr Brynjarsson var markahæstur í liði Hauka með 6 mörk, Sigurbergur með 5 mörk þar af 4 úr vítum, Einar Örn Jónsson 4, Gunnar Berg Viktorsson 4,Hafsteinn Ingason 3, Pétur Pálsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Andri Stefan 2, Gísli Jón Þórisson 1, Tryggvi Haraldsson 1, Elías Már Halldórsson 1.
Birkir Ívar Guðmundsson varði 11 skot og Gísli Guðmundsson 3.
Kýpverjarnir náðu að jafna snemma í seinni hálfleik en Haukar komust síðan 4 mörkum yfir en þeir náðu að jafna aftur. Gísli Jón Þórisson skoraði síðan sigurmarkið þegar skammt var til leiksloka og því eins marks sigur Hauka staðreynd en það er alveg ljóst að leikurinn á morgun verður erfiður fyrir Hauka.
Leiknum er lokið með eins marks sigri Hauka, 31-30.
Liðsmenn Cyprus College hafa minnkað muninn og eru Haukar þessa stundina einungis einu marki yfir, 24-23.
Haukar eru enn yfir og nú er staðan 20-17.
Á meðan við bíðum eftir nýjustu tölum þá getum við frætt ykkur um það að þessi leikur er heimaleikur Cyprus College og því er leikurinn á morgun, heimaleikur Hauka.
Freyr Brynjarsson 4 mörk, Hafsteinn Ingason 2 mörk, Andri Stefan 2, Sigurbergur Sveinsson 2 mörk bæði úr vítum, Elías Már Halldórsson 1, Gunnar Berg Viktorsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Tryggvi Haraldsson 1, Einar Örn Jónsson 1.
Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í fyrri hálfleiknu.
Haukar eru búnir að leiða leikinn með 3 – 5 mörkum, en Cyprum College náðu í eitt skiptið að minnka muninn í eitt mark.
Staðan í hálfleik er 15-12 Haukum í vil.
Strákarnir okkar eru yfir 11-7.
Fyrstu tölur eru komnar í hús, en Haukar byrja leikinn vel og eru komnir yfir 7-3 strax á fyrstu mínútunum. Vonum að þetta sé byrjunin á eitthverju betra.
Mynd: Gísli Jón Þórisson skoraði sigurmark Hauka í dag gegn Cyprus College