4.flokkurinn að gera gott mót

Um helgina spilar 4.flokkur karla í knattspyrnu í úrslitakeppni Íslandsmótins. Leikið er í tveimur riðlum, annar þeirra er leikinn hér í bænum en hinn á Húsavík. 
Haukastrákarnir eru í riðli með heimamönnum í Völsung, Breiðablik og Þórsurum.
Þeir spiluðu sinn fyrsta leik í riðlinum í dag og gerðu sér lítið fyrir og fóru með sigur af hólmi, 3-2.
Blikar fóru svo með sigur úr bítum, 5-1 í hinum leiknum í riðlinum.
 
Á morgun mæta strákarnir síðan Blikum klukkan 14:00 að staðartíma. Á sunnudaginn leika þeir síðan síðasta leik sinn í riðlinum, gegn Völsungi klukkan 14:00.
Við sendum strákunum baráttu kveðjur.