Haukar á Valsmótinu

Haukar taka þátt í hraðmóti Vals sem fer fram um helgina í Vodafone-höllinni.

Pétur Ingvarsson mun stjórna Haukaliðinu í sínum fyrstu leikjum en hann tók við liðinu fyrr í sumar.

Stór hópur hefur æft með Haukum í sumar og verður áhugavert að sjá hvernig leikmenn liðsins koma undan sumri.

Meðal þeirra sem hafa gengið til liðs við liðið er Haukamaðurinn og landsliðsmaðurinn Kristinn Jónasson sem og leikstjórnandinn Bjarni Árnason sem kemur frá Þór Akureyri.

Haukar eru með KR, Þór Akureyri og Ármanni í riðli.

Dagskrá helgarinnar:
Laugardagur:
10:00 KR – Ármann/Þróttur
11:00 Þór Ak. –Haukar
12:00 Stjarnan – KFÍ
13:00 Valur – ÍR
14:00 KR – Þór Ak.
15:00 Ármann/Þróttur – Haukar
16:00 Stjarnan – ÍR
17:00 Valur – KFÍ

Sunnudagur:
11:00 KR – Haukar
12:00 Valur – Stjarnan
13:00 ÍR – KFÍ
14:00 Þór Ak.- Ármann/Þróttur

16:00 Úrslitaleikur- Sigurvegari A riðils – Sigurvegari B riðils

Mynd: stebbi@karfan.is –  Sverrir Hjörleifsson, formaður Kkd. Hauka, og Pétur Ingvarsson þegar samningar voru undirritaðir í sumar.