Við viljum minna fólk á leikina sem fara fram á Ásvöllum í dag.
Fyrst leika strákarnir okkar klukkan 14:00 gegn KS/Leiftri.
Svo klukkan 16:30 verður Hafnarfjarðarslagur í 1.deild kvenna þegar stelpurnar okkar taka á móti FH. En þetta er síðasti leikur stelpnanna í sumar. Haukastelpurnar eru í 4.sæti með 12 stig en FH eru í neðsta sæti með 9 stig og geta því náð stelpunum með sigri í dag. Það verður því athyglisverður leikur.
Við hvetjum alla til að kíkja á Ásvelli í dag og hvetja bæði liðin áfram.
Haukar – KS/Leiftur – 14:00, Ásvöllum í dag
Haukar – FH – 16:30, Ásvöllum í dag