Á morgun, klukkan 19.15 verður flautað til leiks í 16-liða úrslitum Visa Bikars karla. Einn af átta leikjunum í umferðinni er leikur Hauka og HK sem fram fer á Ásvöllum.
Leið Hauka í 16-liða úrslitin; Haukar – Afríka 12 – 0. Haukar – Berserkir 2-1.
Leið HK í 16-liða úrslitin; HK – ÍA 1 – 0.
Haukar eru í 4.sæti 1.deildar með 15 stig eftir 9 umferðir.
HK eru aftur á móti í neðsta sæti Lansbankadeildar með 5 stig eftir 9 umferðir.
Þetta verður því fróðlegur leikur og hvetjum við alla til að mæta á völlinn og hvetja strákana áfram.
ALLIR Á VÖLLINN – ÁFRAM HAUKAR
Haukar – HK – Miðvikudagur – 19.15 – Ásvellir