Þórarinn Einar Engilbertsson hefur undirritað þriggja ára samning við Hauka um að starfa sem þjálfari í fullu starfi hjá félaginu frá og með komandi hausti. Ráðningin kvennaþjálfara í fullt starf er liður í frekari uppbyggingu á kvennaknattspyrnunni hjá Haukum, en Freyr Sverrisson hefur sl. ár verið í fullu starfi sem þjálfari karlaflokka hjá Haukum með frábærum árangri. Þórarinn verður yfirþjálfari kvennaflokkanna auk þess sem hann mun stýra 6. – 3. flokki kvenna ásamt einvala liða aðstoðarmanna. Þórarinn hefur þjálfað 5. og 4. flokk kvenna hjá Haukum í vetur ásamt Söru Björk Gunnarsdóttur landsliðskonu með góðum árangri.
Haukar gera miklar væntingar til Þórarins sem er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari og hefur verið eftirsóttur af mörgum félögum enda þekktur fyrir að sinna sinni þjálfun heilshugar.
Tóti tekur sig vel út í rauðu!