Berserkir mæta á Ásvelli

Dregið var í dag í 32. liða úrslitum karla í Bikarkeppni KSÍ. Haukar komust örugglega áfram í keppninni eftir 12-0 sigur á Afríku og í 32. liða úrslitum drógust Haukar á móti öðru 3.deildar liði, Berserkjum úr Reykjavík. Berserkir eru einskonar B-lið Víkings í Reykjavík og margir fyrrum liðsmenn Víkings sem leika þar.

Leikurinn fer fram annað hvort þann 18. eða 19. júní kl. 20:00, en enn á eftir að raða leiknum niður á leikdag.