Stórssigur á Afríku!

Í kvöld fóru okkar menn létt með Afríku 12-0 í 64-liða úrslitum Visa-Bikarsins. Ég hef ákveðið að skrifa einungis um mörkin sem okkar menn skoruðu… annað væri rugl.

Byrjunarliðið var nokkuð breytt frá síðasta leik. Daniel Jones spilaði á miðri miðjunni í sínum fyrsta leik fyrir Hauka. Amir Mehica kom í markið á ný fyrir Atla og Edilon spilaði sinn fyrsta leik í sumar í vinstri bakverði. Pétur Örn var í miðverðinum með Philip og Jónas í hægri bakverðinum. Hilmar Geir, Danny og Hilmar Trausti voru síðan á miðri miðjunni. Framherjar gegn sterkri vörn Afríku voru síðan Ómar Karl, Ásgeir og Garðar.

Á bekknum voru þeir Atli markmaður, Þórhallur Dan, Úlfar Hrafn, Davíð Ellertsson og Denis.

Þá að mörkunum;

3.mínúta; Ásgeir slapp einn inn fyrir, markvörður Afríku kom á móti og gaf á Hilmar Geir sem skaut á markið, varnarmaður Afríku varði á línu og Ómar Karl tók frákastið en brotið á honum, víti. Vítið tók hann sjálfur og skoraði 1-0.

7.mínúta; Hilmar Geir gaf fyrir frá vinstri framhjá markverðinum, þar sem Ómar Karl var einn og rúllaði boltanum í netið. 2-0.

13.mínúta; Edilon Hreinsson tók hornspyrnu, hann vildi skora úr henni og gerði það. Eðlilegt það. 3-0.

17.mínúta; Áfram hélt Edilon að reyna skora og hann skoraði með skoti fyrir utan. Velkominn á gervigrasið Edilon. 4-0.

22.mínúta; Hilmar Geir skorar eftir að hafa klobbað markvörð Afríku. 5-0.

28.mínúta; Ómar Karl skorar eftir unaðslega stungusendingu frá Ásgeiri. 6-0.

Hálfleikur. Philip fór útaf og inn á kom Davíð Ellertsson.

47.mínúta; Jónas gefur fyrir á Ásgeir sem skoraði nokkuð örugglega. 7-0.

50.mínúta; Ómar Karl leggur fyrir á Hilmar Geir sem skorar. 8-0.

53.mínúta; Hilmar Trausti gaf á Hilmar Geir sem gerði lítið annað en að skora. 9-0.

57.mínúta; Eftir laglegt spil skoraði Ásgeir tíunda mark Hauka. 10-0.

Skiptingar; Úlfar Hrafn og Þórhallur Dan koma inn á fyrir Hilmar Trausta og Ómar Karl.

79.mínúta; Skorar Tóti Dan úr víti eftir að varnarmaður Afríku hafi handsamað boltann. 11-0.

89.mínúta; Úlfar með aukaspyrnu sem endar á skallanum á Davíð Ellertssyni og þaðan í markið. 12-0.

Ég þarf lítið að skrifa um þennan leik.

Maður leiksins; Amir Mehica sem átti nokkrar góðar sendingar.

Næsti leikur; Haukar – Selfoss – Ásvellir – Föstudagur – 20:00