Meistaraflokkur spilaði fyrir norðan á föstudagskvöldið. 2-1 tap var staðreynd.
Hilmar Rafn Emilsson varð eftir í bænum vegna meiðsla en Hilmar Geir Eiðsson kom inn í hópinn. Og Ásgeir kom inn í byrjunarliðið frá leiknum gegn Víking Reykjavík.
Lítið markvert gerðist í
fyrri hálfleik, en fyrsta mark leiksins gerðu KA menn það á 51.mínútu, Guðmundur Óli Steingrímsson.
Denis Curic jafnaði síðan 12 mínútum síðar eftir klaufagang í vörn KA.
KA menn skoruðu svo sigurmarkið á 74.mínútu það var Þórður A. Þórðarsson sem skoraði það mark.
Núll stig á Akureyri hlýtur að vera vonbrigði eftir glimrandi leik á heimavelli gegn Víking Reykjavík í umferðinni á undan.
En mótið er langt og því má alltaf búast við að liðin tapi leikjum.