Jafntefli fyrir austan

Í gær léku okkar mann sinn fyrsta útileik og það gegn Fjarðabyggð á gervigrasinu á Neskaupstað.

Andri Marteinsson gerði tvær breytingar á hópnum frá síðasta leik. Hilmar Rafn Emilsson kom inn í byrjunarliðið fyrir Ómar Karl Sigurðsson og nýliðinn Hilmar Trausti Arnarsson kom á bekkinn fyrir Garðar Ingvar Geirsson sem er meiddur.

Af leiknum er lítið hægt að skrifa þar sem fréttaritarinn var ekki viðstaddur. En það sem ég hef heyrt af leiknum er það að flest allir leikmenn Hauka hafi spilað undir getu og ætti liðið að geta gert mun betur í sumar. En ljósi punkturinn í leiknum er allavegana sá að strákarnir náðu að jafna eftir að hafa lent 2-0 undir. Fyrst skoraði Blikinn, Guðmundur Kristjánsson eftir aukaspyrnu frá Úlfari og síðan skoraði framherjinn knái Denis Curic eftir sendingu frá „nýliðanum“ Hilmar Trausta.

Næsti leikur í deildinni er heimaleikur og mæta okkar menn þá Víkingi Reykjavík en leikurinn er á föstudaginn næstkomandi klukkan 20:00 !

Allir á völlinn & styðjum strákana til sigurs!