Í dag skrifaði Hilmar Trausti Arnarsson undir 2ja ára samning við Hauka.
Hilmar Trausti er uppalinn á Ásvöllum. Hilmar er 22 ára og er að upplagi miðjumaður en hefur undanfarin ár spilað sem vinstri bakvörður og vinstri kantmaður.
Síðasta haust gekk hann til liðs við Keflavík. Í byrjun síðasta sumars ákvað hann síðan að ganga til liðs við 1.deildarlið Leiknis Reykjavíkur. Hann spilaði þar 20 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim leikjum eitt mark.
Hann kom svo inn á í fyrstu umferðinni í 1.deildinni á mánudaginn er Leiknis menn töpuðu gegn Eyjamönnum í Eyjum.
Hilmar hefur leikið als 40 mótsleiki með meistaraflokki Hauka.
Þetta er gríðarlega góð viðbót fyrir Haukaliðið sem hefur verið að styrkja sig fyrir tímabilið með góðum leikmönnum.
Næsti leikur liðsins er á Norðfjarðarvelli á sunnudaginn, en þá mæta okkar menn liði Fjarðabyggðar klukkan 14:00.