Sara Björk með A-landsliðinu til Algarve

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Hauka, komst í gegnum enn einn niðurskurðinn á A-landsliðs hópi Sigurðs Ragnars Eyjólfssons, landsliðsþjálfara, og er hluti af þeim 20 leikmanna hópi sem tekur þátt í æfingamóti á Algarve í Portúgal og dvelur þarlendis frá 3.-12. mars. Hin liðin sem taka þátt í þessu æfingamóti eru Pólland, Írland og Portúgal.

Þetta er frábær árangur hjá Söru Björk sem virðist vera búin að stimpla sig rækilega inn í A-landsliðið þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gömul og langyngsti leikmaðurinn í hópnum.

Við óskum Söru Björk til hamingju með þennan frábæra árangur.