Goran Lukic framlengir

Í kvöld skrifaði hinn gamalreyndi leikmaður Goran Lukic undir nýjan samning við Hauka. Samningur sem Goran skrifaði undir er fyrir næstu 2 árin. Goran kom til Hauka fyrst árið 2002 og lék þrjú tímabil með Haukum en skipti síðan yfir til Stjörnunnar og spilaði þar í tvö ár, áður en hann kom síðan aftur í Hauka fyrir síðasta tímabil. Áður en Goran kom fyrst til Hauka spilaði hann í úrvalsdeildinni með Grindavík og þar áður með Víði frá Garði.

Goran er mikill reynslubolti og því afar góðar fréttir að hann hafi skrifað undir nýjan samning við Hauka. En Goran verður 36 ára á næsta tímabili, sem er jú auðvitað enginn aldur.

Goran hefur spilað yfir 100 meistaraflokksleiki hér á landi og auk þess sett inn nokkra tugi af mörkum.

Þetta eru því klárlega góðar fréttir fyrir ungt lið Hauka sem mun spila eins og flest allir vita í 1.deildinni á næsta ári.

Vænta má þess að fleiri fréttir um leikmannamál Hauka verða birt hér á síðunni bráðlega.

Áfram Haukar!