Fyrsti æfingaleikurinn hjá 6.flokki kvenna

6.flokkur kvenna spilaði sinn fyrsta æfingaleik á tímabilinu í gær þegar Stjarnan kíkti í heimsókn á æfingatímanum uppi í Risa. Eldra árið sýndi fína baráttu en gekk erfiðlega að skora mörkin á meðan mörkin komu á færibandi hjá yngra árinu. Allir skemmtu sér vel og hafa eflaust lært heilmikið af, enda sumar hverjar að spila sinn fyrsta leik í fótbolta.

Það var sérstaklega gaman að sjá þá fjölmörgu foreldra sem lögðu leið sína á völlinn og hvöttu stelpurnar vel. Foreldrar eiga hrós skilið fyrir það.

Mynd: Allar skildu sáttar og glaðar og stilltu sér upp saman í hópmynd í lokin.