Meistaraflokkur Haukar mætti Selfoss í blíðskaparveðri á Ásvöllum fimmtudaginn 5. júlí en búist var við hörku leik því fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti með 17 stig en Selfoss með 13 stig í 3. sæti.
Byrjunarliðið var þannig í þessum leik að Amir var í markinu eins og venjulega, í vörninni voru Þórhallur Dan(fyrirliði), Óli Jón, Davíð E og Jónas. Á miðjunni voru Kristján Ómar og Goran svo á köntunum voru Hilmar Geir og Úlfar Hrafn. Í fremstu víglínu var Ásgeir Þór og fyrir aftan hann var Yared Yedeneskachew.
Leikurinn byrjaði með því að bæði lið voru að þreyfa fyrir sér og áttu nokkur hálffæri en á 14. mínútu kom fyrsta almennilega færi leiksins en þá lék Selfyssingurinn Sævar Þór Gíslason vörn Haukar grátt og var kominn einn á móti Amir markmanni Hauka sem varði glæsilega. Haukar komust hins vegar yfir á 18. mínútu þegar Goran tók aukaspyrnu og boltinn fór inn í teig og þar stökk hinn ungi Ásgeir Þór manna hæðst og skallaði boltann yfir Elías Örn Einarsson markmann Selfyssinga.
Eftir markið jafnaðist leikurinn aftur en liðin áttu í erfiðleikum að koma boltanum yfir línuna sér í lagi Selfoss. Á 38. mínútu lék Ingólfur Þórarinsson á einn varnarmann Hauka og skaut á markið en Amir varði þó var þetta heldur þröngt færi, þetta var síðasta færi hálfleiksins.
Í seinni hálfleik mættu Selfyssingar miklu mun ákveðnari til leiks og á 52. mínútu átti Carl Edward Clampitt skalla í slá og strax eftir það björguðu Haukar á marklínu eftir skot Andra Freys Björnssonar. Selfoss sóttu mun meira í seinni hálfeik á og 75. mínútu fékk Sævar Þór Gíslason dauðafæri þegar hann tók boltann á lofti eftir að varnarmenn Hauka skölluðu boltann fyrir fætur hans Amir varði þó meistaralega frá honum.
Þegar um 10 mínútur voru eftir fór að bætast í hörkuna og lágu menn ótt og títt í garsinu eftir samskipti sín við hitt liðið. Haukar áttu góða skyndisókn á 81. mínútu þegar Ásgeir Þór komst upp hægri kantinn og gaf boltann á varamanninn Árna Hjörvar sem skaut föstu skoti beint á Elías Örn Einarsson markmann Selfoss sem varði. Undir lok leiksins eða á 86. mínútu fékk Sævar Þór Gíslason boltann inn í vítateig Hauka og var kominn í heldur þrönga stöðu en náiði samt að koma boltanum framhjá Amir markmanni Hauka og jafna 1 1 og þar við sat.
Besti maður vallarins var Amir markmaður enda varði hann oft hreint út sagt meistaralega. Næsti leikur Haukar er í bikarnum á móti Fram á Ásvöllum þriðjudaginn 10. júlí kl. 20:00 og hvet ég sem flesta að mæta og styðja Hauka í barátunni við Landsbankafélagið. Næsti leikur í deildinni er föstudaginn 13. júlí á móti ÍR kl. 20:00 á ÍR vellinum. Áfram Haukar!!!