Fyrsta námskeiðið hjá Íþróttaskóli Hauka fer af stað mánudaginn 11. júní. Gæsla verður í Vallarhúsinu frá klukkan 08:00-09:00. Skólinn hefst síðan kl.09:00 á útisvæði Hauka og eiga allir að mæta tímalega þá við Vallarhúsið (steypta húsið sem stendur mitt á milli gervigrass og grasvallarins á Ásvöllum). Í Vallarhúsinu eru fjórir búningsklefar þar sem krakkarnir geta geymt töskur eða fatnað, en að sjálfsögðu mælum við með því að allt sem krakkarnir taka með sér á námskeiðið sé vel merkt með nafni barnsins. Fram til klukkan 12:00 er viðhafst utanhúss og þá tekur hádegishléið við til klukkan 13:00. Hádegismaturinn er borinn fram í Forsalnum og hálfum Veislusalnum á Ásvöllum. Hinn helmingurinn af Veislusalnum verður nýttur sem hvíldarherbergi fyrir börnin þegar þau hafa borðað. Þeir sem eru bara eftir hádegi í skólanum mæta þá klukkan 13:00 í Íþróttahúsið á Ásvöllum því þá fer skólastarfið fram í íþróttasalnum. Á milli 16-17 bjóðum við einnig upp á gæslu sem mun einnig verða í Vallarhúsinu.
Skólagjöldin hjá Íþróttaskólanum eru eftirfarandi:
Skólagjald fyrir heilsdags námskeið með hádegismat er kr. 7.000.
Skólagjald fyrir hálfsdags námskeið (án mats) er kr. 3.500.
Félagar í Haukum (öllum deildum) sem hafa greitt æfingagjöldin fá 500 kr. afslátt frá almennu verði af hverju námskeiði.
Systkinaafsláttur er 20%. Gildir aðeins ef systkin eru á sama námskeiði.
Ætli fólk að nýta sér gæsluna þá bætast 500 kr. ofan á fyrir hverja viku.
Ef tvö eða fleiri heilsdagsnámskeið eru greidd í einu þá lækkar gjaldið fyrir hvert námskeið um kr. 1.000. Þ.e. 2 námskeið kr. 13.000 (kr. 12.000 fyrir Haukafélaga), 3 námskeið kr. 19.000 (17.500 fyrir Haukafélaga). Gjald fyrir hálfsdagsnámskeið lækkar með sama hættum um kr. 500
Vinsamlegast leggið skólagjöldin inn á reikning nr. 140-05-74398, kt. 700387-2839. Gott er að framvísa útprentun um greiðslu við skráningu í námskeið.
Það verður einnig hægt að greiða með greiðslukortum á staðnum en ég mæli eindregið með því að þið sem hafið aðgang að heimabanka millifæri skólagjöldin á reikninginn. Þeir sem ætla að greiða með korti á mánudagsmorgnum mega gera ráð fyrir því að þurfa bíða drykklanga stund þar sem við verðum bara með einn posa á staðnum. Það myndi spara öllum mikinn tíma ef skólagjöldin yrðu millifærð.
Úrvalsfólk hefur verið ráðið til að sinna störfum Yfirkennara skólans: Gísli Guðmundsson er íþróttafræðingur að mennt og með mikla reynslu af íþróttakennslu. Gísli er einnig handboltamarkmaður sem nýverið kom heim úr atvinnumennsku og gekk til lið við Hauka. Hildur Loftsdóttir hefur starfað sem íþróttakennari í Hvaleyrarskóla í nokkur ár og þjálfað 7.flokk kvenna í fótbolta við góðan orðstír. Ágúst Björgvinsson sér alfarið um skipulagningu allra þátta sem snúa að körfuboltanum, en Ágúst er einn færasti og virtasti körfuboltaþjálfari landsins og hefur gert kvennalið Hauka í körfunni að stórveldi á mettíma. Albert Magnússon hefur um skeið séð um Leikjaskóla Hauka fyrir börn 2-5 ára og einnig þjálfað yngstu flokkana í handbolta. Árni Hilmarsson er þjálfari 3.flokks karla í knattspyrnu og hefur starfað við Knattspyrnuskóla Hauka (forvera Íþróttaskólans) nánast frá upphafi þess skóla. Yngri leiðbeinendurnir verða fjölmargir unglingar sem allir eiga það sameiginlegt að iðka íþróttir hjá Haukum og margir hverjir hafa starfað sem aðstoðarþjálfarar til lengri tíma.
Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem sumarstarf af þessari stærðargráðu verður í gangi hjá Haukum þá má allt eins búast við einhverjum hnökrum í umhafi þó að undirbúningur og skipulagning skólans hafi staðið yfir í langan tíma nú. Það er að sjálfsögðu markmið allra starfsmanna skólans að koma strax auga á það sem betur má fara hjá okkur og bæta úr en engu að síður eru allar vinsamlegar ábendingar frá ykkur foreldrum velkomnar.
Haukakveðja
Kristján Ómar Björnsson
Skólastjóri Íþróttaskóla Hauka