KFC-mót Víkings.
Komið þið sæl.
Núna um helgina, laugardaginn 5. maí, er KFC-mót Víkings. Þetta er æfingamót fyrir strákana í 8. flokki karla. Mótið er á íþróttasvæði Víkings í Fossvoginum í Reykjarvík. Leikið verður í íþróttahúsinu á staðnum.
Auðvitað eiga allir strákarnir að mæta og það sem þeir þurfa að hafa með sér eru innanhússkór, sokkar og stuttbuxur. Ég kem með Haukatreyjur fyrir þá.
Hver strákur spilar 7 leiki og er leiktíminn 8 mín.
Þeir strákar sem eiga að mæta kl: 09:30 eru: Aðalsteinn, Burkni, Brynjar, Grímur, Óskar og Luc. Þessir strákar eru búnir að keppa kl: 12:30. Þá er eftir að borða kjúkling.
Þeir strákar sem eiga að mæta kl: 11:45 eru allir þeir sem ekki eru upptaldir hér að ofan og hafa verið að æfa hjá okkur eftir áramót. Þessir strákar eru búnir að keppa kl: 14:40. Þá er eftir að borða kjúkling.
Mótsgjald er 1200 krónur og greiðist þjálfara á staðnum. Þegar gengið hefur verið frá mótsgjaldi fá strákarnir armbönd sem gilda sem kjúklingamáltíð frá KFC sem borðuð er á staðnum.
Leikjaplanið má sjá á www.vikingur.is svo smellið þið á KFC-merkið hægramegin á síðunni.
Kv. Ólafur Örn
Gsm. 694-3073,
e-mail: olafodds@hvaleyrarskoli.is