Málþing um kvennaknattspyrnu í Hafnarfirði

Allt áhugafólk um kvennaknattspyrnu er eindregið hvatt til þess að taka þátt í málþingi sem FH stendur fyrir núna á laugardaginn. Málið varðar Hauka jafnt sem FH og því hagur allra að Haukar eigi fulltrúa á málþinginu.

Eftirfarandi er tekið af heimasíðu FH (www.fhingar.is):

„Flottar í fótbolta er yfirskrift málþings um kvennaknattspyrnu í Hafnarfirði sem unglingaráð og meistaraflokksráð kvenna hjá FH stendur fyrir laugardaginn 17. febrúar kl. 10 – 13 í Víðistaðaskóla.

Á málþinginu verða haldin fjölmörg fróðleg erindi og markmið málþingsins að ræða málefni kvennaknattspyrnunnar á jákvæðum og uppbyggilegum nótum. Allir sem áhuga hafa fyrir kvennaknattspyrnu í Hafnarfirði eru hvattir til að taka þennan morgun frá og mæta.“