Æfingatafla í jan og feb.

Komið þið sæl.

Æfingartaflan fyrir 4. flokk kvenna verður eftirfarandi í janúar og febrúar.

Sunnudagar kl. 10:40 – 12:00. Í Víðistaðarskóla og næsta umhverfi. Útihlaup til kl: 11:00 og svo spil, tækni og þrek í klukkutíma innanhús.

Mánudagar kl: 16:50 18:15 á gervigrasinu. Byrja á því að skokka 3-4 hringi á gervigrasinu sem upphitun. Boltaæfingar, sprettir og spil til kl: 18:00 og þá er skokkað aftur, núna 4-5 hringi. Að lokum eru svo smá þrek og teygjur.

Miðvikudagar kl: 16:50-18:00 á gervigrasinu. Byrja á því að skokka 3-4 hringi á gervigrasinu sem upphitun. Boltaæfingar, sprettir og spil til kl: 18:00.

Fimmtudagar kl: 17:45-19:15. Á gervigrasinu. Byrjum á stuttum fundi um leikfræði og svo er farið út á völl. Skotæfingar, snerpa og spil. Að endingu er svo skokkar 4-5 hringi í kringum völlinn. Loks eru svo magi og armar teknir til styrkingar.

Mikilvægt er að þær sem ekki koma á æfingar skokki heimafyrir í 20-30 mín á æfingadegi eða daginn eftir og taka styrktaræfingar.

Vonir standa til að við getum spilað a.m.k. einn æfingaleik í janúar og tvö í febrúar.

Farið verður í æfinga- og skemmtiferð í Vogana helgina 23-25 febrúar.

Í sumar verður svo farið á reycup í júlímánuði. En ekki verður farið erlendis.

Auðvitað er þetta allt birt með fyrirvara um veður og aðrar aðstæður á Ásvöllum og í Víðistaðarskola, einnig með fyrirvara um stafsetingarvillur!!

kv. Óli gsm. 694-3073