Fimmtudaginn 21. desember ljúkum við hausttímabilinu formlega með Jólaballi á Ásvöllum frá 16-18. Margs konar skemmtun í boði: landsfrægir jólasveinar kíkja í heimsókn og stýra dansi og söng, leynigestur sýnir töfrabrögð, spilað verður jólabingó, kaffi og ýmislegt meðlæti verður í boði,
Þá verða til sölu allir keppnisbúningar Hauka síðan í fyrra á hlægilegu verði: 250 kr. fyrir búning, stuttbuxur eða markmannsbuxur, og 500 kr. fyrir íþróttagalla eða íþróttatöskur. Margt af þessu er lítið notað og sumt nánast ekkert. Allur ágóði af þessari sölu verður notaður í búningakaup fyrir yngri flokkana.
Það eru allir, ungir sem aldnir og Haukafólk jafnt og aðrir, hjartanlega velkomnir á Jólaballið.