Lokahóf Knattspyrnudeildarinnar verður haldið laugardaginn 23. september í Veislusalnum á Ásvöllum.
Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00. Grillvagninn sér um matseldina og veislustjóri verður Samúel Örn Erlingsson. Skemmtiatriði, verðlaunaafhending og dans fram eftir nóttu.
Miðaverð er 3000 kr. og hægt er að nálgast miða í afgreiðslunni á Ásvöllum, í Fjölsport í Firði og hjá Rúnari (899-6670) Agnari (869-5985) og Valborg (865-4899)