Komnir í Úrslit

3. flokkur karla spilaði í undanúrslitum C – deildar í gær leikurinn var á móti Völsungi og var leikinn á hlutlausumvelli á Sauðarkróki föstudaginn 1. september.

Mjög fín aðstða var fyrir hina fjölmörgu áhorfendur Hauka sem lögðu það á sig að ferðast með drengjunum á Krókinn en það var þeirra stuðningur sem vó mikið undir lok leiksins. Svoldið rok var á eitt markið en annars var veður hið þokkalegasta.

Byrjunarlið Hauka í leiknum var þannig að Emil var í markinu en hann er jafnframt fyrirliði liðsins. Fyrir framann Emil voru Nonni og Sindri í miðvörðunum og Arnar Freyr og Friðrik í barkvörðunum. Á miðjunni voru Ásgeir og Heiðar og á köntunum voru Helgi og Aron Freyr en fremstur var Enok og rétt fyrir aftann hann var Tjörvi.

Leikurinn byrjaði heldur fjörlega og voru það Völsungsmenn sem voru í við sterkari enda með vindinn í bakið. Þessi sóknarþungi Völsungs bar árangur á 11. mínútu en þá varð einhver misskilningur í vörn Hauka og Hallgrímur Mar Steingrímsson nýtti sér það og skorðaði framhjá Emil í markinu. Haukar létu markið ekkert á sig fá og sóttu mikið að marki Völsungs án þess þó að skapa mikla hættu.

En um miðjann fyrri hálfleik átti ásgeir skot úr aukaspyrnu en skotið fór í slá en Haukamenn náðu ekki að fylgja eftir, á þessum tímapunkti réðu Haukar lögum og lofum í leiknum.Á 36. mínútu átti Ásgeir skalla sem Völsungsmenn vörðu á línu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks átti Arnar Freyr skot í slá en all kom fyrir ekki og staðan var 1 – 0 Völsungi í vil í hálfleik.

Strax á annarri mínútu átti Arnar Freyr góða rispu upp hægri vænginn og gaf boltann fyrir á Enok sem lengdi boltann yfir á Helga sem skaut góðu skoti í fjærhorni og bolttin steinlá í netinu og Haukar búninr að jafna. Helgi átti góða fyrirgjöf á 50. mínútu og boltinn fór beint til Tjörva sem kastaði sér niður og skallaði boltann í netið og Haukar komnir yfir 2 – 1.

Mínútu síðar var gerð skipting en þá fór Helgi útaf og Einvarður(Einsi) inn. Einsi minnti strax á sig 5 mínútum síðar með því að gefa góðann bolta fyrir á Tjörva sem var einn á auðum sjó og negldi boltanum í netið og skom Haukum 3 – 1 yfir. Á 60. mínútu átti Friðrik frábæra sendingu upp í vinstra hornið á Aron Frey sem gaf góðann bolta fyrir á Enok sem kláraði færið af stakri prýði og Haukar með pálmann í höndum 4 – 1 yfir.

Nokkrum mínútum síðar gerðu Haukar breytingu á liði sínu en þá fór Tjörvi útaf ásamt Heiðari og Hafsteinn og Sverrir komu inn á. Síðna fáeinum mínútum fyrir leikslok komu Heimir og Bjarni inn á og Aron Freyr og Enok fóru útaf.

Eftir leikinn voru mikil fagnaðalæti hjá strákunum og áhorfendum þeirra enda með sigrinum eru þeir komir í úrslitaleik C – deildar 3. flokks karla á móti HK sem unnu Tindastól 6 – 2, þess má geta að Haukar unnu HK í fyrsta leik sumarsins.

Þessi leikur verður kl 11:30 sunnudaginn 3. september á Ásvöllum þannig að ég hvet sem flesta að láta sjá sig á Ásvöllum á sunnudaginn en þetta er fyrir uppskeruhátið yngriflokka. Sjáumst á sunnudaginn kl. 11:30 á Ásvöllum. Áfram Haukar!!!!