Pæjumót á Sigló.

XY Pæjumótið á Siglufirði.

Nú fer senn að koma að Pæjumótinu á Siglufyrði

Þar eru skráð lið í 7-6-og 5 flokk.

Mótið hefst föstudagin 11 ágúst og stendur til sunnudags 13 ágúst.

Stelpurnar þurfa að vera mættar fimtudaginn 10 ágúst fyrir klukkan 22.00

Foreldrar gista almennt á tjaldstæðum eða í gistingu út í bæ.

Enn er ítrekað að foreldrar séu ekki að taka stúlkurnar burt með sér meðan á mótinu stendur. Við foreldrar erum þarna til að skemmta okkur og hvetja liðsheild HAUKA. Við hvetjum ekki einstaka stúlku áfram!heldur allan hópinn.

Foreldrar sjá sjálfir um að koma sinni stúlku á mótið og heim aftur eftir verðlaunaafhendingu á sunnudag 13. ágúst.

Gist verður í skólahúsum bæjarins og þurfa keppendur að hafa með sér dýnur og svefnpoka. Innifalið í þáttökugjaldi er: morgunmatur, kvöldmatur, gisting, samloka og drykkur á mótsstað, grillveislu og á alla afþreyingu á vegum mótsins, m.a. frítt í sund fyrir keppendur og þjálfara alla keppnisdagana. Athugið að morgunmatur á föstudegi er innifalinn í keppnisgjaldi.

Verðlaun verða sérstaklega glæsileg að venju þar sem m.a. hver einasti þátttakandi fær verðlaun. Glæsileg verðlaun eru veitt hverju félagi fyrir 1. 2. og 3. sæti í hverjum flokki auk þess sem allir keppendur fá gjafir frá styrktaraðilum mótsins.

Sameiginlegt tjald verður á mótssvæðinu þar sem hægt er að koma og slaka á á milli leykja (hafa með sér tjaldstóla)

Sjáumst hress á Sigló.

Áfram HAUKAR.