Áfram í bikarnum

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik í VÍSA–bikar kvenna en þessi leikur var leikur í fyrstu umferð og sigurvegarinn úr leiknum myndi leika við Fjölni í annarri umferð. Þessi leikur var haldinn föstudaginn 9. júní í blíðskapar veðri en miðað við veðrið voru ekki margir áhorfendur.

Byrjunarlið Hauka var alveg eins og á móti HK/Víking en sá leikur var leikinn fyrr í vikunni. Lið Hauka var þannig skipað að Jelena var í markinu, fyrir farman hana voru Aðalheiður Sigfúsdóttir (Allý), Saga K. Finnbogadóttir, Fríða Rúnasdóttir og Margrét Stefánsdóttir. Á miðjunni voru Björk Gunnarsdóttir, Chris Aureja, Björg Magnea Ólafs og Þórdís Pétursdóttir. Síðan í fermsti víglínu voru Alexandra Mladenovic og Linda Rós Þorláksdóttir en hún var einnig fyrirliði Haukastelpna.

Leikurinn byrjaði heldur fjörlega því strax á 5. mínútu fengu Haukar dæmda vítaspyrnu þegar Hólmfríður Erna Kjartansdóttir braut á Alexöndru inn í vítateig Ægis. Vítaspyrnuna tók Björg Magnea og skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1 – 0 Haukum í vil.

Ægis stelpur vörðu á línu á 10. mínútu eftir skot frá Lindu en hún fékk boltann frá Alexöndru eftir að hún átti góðann sprett inn í teig. Alexandra slapp svo ein inn í gegn á 27. mínútu þegar hún fékk sendingu frá Björg en Alexandra nýtti færið að stakri prýði og kom Haukum í 2 – 0.

Á 29. mínútu fengu Haukar hornspyrnu og upp úr henni barst boltinn til Bjargar sem skoraði af stuttu færi og kom Haukum í 3 – 0. Linda var komin inn í teig þegar brotið var á henni en í stað þess að dæma víti dæmdi Vilhjámur Alvar Þórarinsson aukaspyrnu á Lindu og sýndi henni gult spjald. Fátt markvert gerðist á þeim mínútum sem eftir voru af fyrri hálfleik.

Haukar gerðu eina breytingu á liði sínu í hálfleik þá kom Ásdís Finnsdóttir inn á og Margrét Stefánsdóttir fór útaf. Seinni hálfleikur byrjaði með látum því strax á 49. mínútu átti Alexandra gott skot í slánna og niður og þá ráðfærði Vilhjámur Alvar Þórarinsson dómari leiksins sig við línuvörðinn og eftir þær samræður var dæmt mark og staðan orðin 4 – 0 og Alexandra komin með tvö mörk. Svo á 51. mínútu innsiglað Björg þrennuna en hún potaði boltanum innfyrir línuna eftir að Haukar hefðu tekið aukaspyrnu við hornfánann vinstra megin, staðan því orðin 5 – 0.

Á 57. mínútu gerðu Haukar tvöfalda breytingu á liði sínu þegar Svava Björnsdóttir og Dagbjört Agnarsdóttir komu inn á fyrir Björk Gunnarsdóttur og Alexöndru Mladenovic.

Tveim mínútum síðan fékk Svava boltann í miðjum vítateig Ægis. Svava tók boltann niður á kassann og skaut síðan glæsilegu skoti óvejrandi fyrir Bryndísi Láru Hrafnsdóttur markmann Ægis og staðan orðin 6 – 0.

Næstu mínúturnar gerðist fáttt sem er frásögulegt en það var ekki fyrr en á 73. mínútu en þá slapp Linda ein inn í gegn en stoppaði og sendi boltann út á Dagbjörtu sem kom á fleygiferð og skaut í fyrsta beint í fjærhornið óverjandi fyrir Bryndísi Láru í marki Ægis og staðan orðin 7 – 0.

Svo á 83. mínútu fékk Linda sendingu þegar hún stóð rétt við mark Ægis en Linda skaut í stöng.

Eftir lítinn uppbótartíma flautaði Vilhjámur Alvar Þórarinsson til leiksloka og 7 – 0 sigur staðreynd. Það var ein stelpa í Hauka liðinu sem var áberandi best en hún barðist eins og ljón allan tímann en það var Björg Magnea Ólafs.

Með þessum sigri var farseðill í næstu umferð öruggur en þar spila Hauka stelpur á moti Fjölni en sá leikur verður leikinn á Ásvöllum föstudaginn 30. maí en næsti leikur í deildinni er á móti Þrótti á Ásvöllum þriðjudaginn 13. júní og hvet ég sem flesta að mæta á þann leik því þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni að komast í umspil um sæti í Landsbankadeild að ári. Áfram Haukar!!!