Nú er hafin skráning í Knattspyrnu og leikjaskóla Hauka og Landsbankans sem verður starfræktur á Ásvöllum í sumar. Skólinn er fyrir alla hressa krakka á aldrinum 5-12 ára. Fyrsta vikunámskeiðið hefst þann 12.júní og líkur síðasta námskeiðinu föstudaginn 11. ágúst.
Hægt er að skrá sig hér á heimasíðunni undir „Knattspyrnuskólin“ í aðalvalmyndinni. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um námskeiðin, verð osfrv. Athugið að takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið og því lag að vera fljótur til að skrá sig.