Dregið hefur verið í riðla fyrir Deildabikarkeppni KSÍ 2006.
Meistarflokkur Kvenna mun leika í B-deild ásamt Fjölni, Fylki, ÍA, ÍBV og Þór. Meistarflokkur karla mun einnig leika í B-deild, 3. riðli, ásamt Aftureldingu, Selfoss, Dalvík, Tindastól og KFS.
Nákvæmar tímasetningar og leikstaðir verða kynntir síðar en keppni mun hefjast aðra vikuna í mars.