Faxaflóamót 4. flokks kk

Í dag spilað 4 fl.kk A og B lið við Selfoss.

Leikur A liðsins hófst kl.14.00 og byrjuð Selfoss strákar af miklum krafti.

Fljótlega fengu þeir vítaspyrnu sem Arnar Daði varð glæsilega. Síðan lá á Haukunum sem endaði með þremur mörkum Selfyssinga hálfleikslok. Gerðar voru smábreytingar á Haukaliðinu í hálfleik og mættu þeir mun einbeittari og ákveðnari í leikinn. Það skilaði sér í sex mörkum áður en leiknum lauk en Selfyssingar bættu við einu marki.

Leikurinn endaði því 6-4 fyrir Haukana.

Þeir sem skoruðu voru Alexander 1, Tommi 1, Siggi 1, Marteinn 1 og Ásbjörn 2.

Leikur B liðana byrjaði kl. 15.30 og lauk með sigri Selfyssinga 3-1. Selfoss byrjaði mun betur og var fljótlega komið í 2-0. Haukarnir komu meira inní leikinn þegar á leið og misnotuðu nokkur góð færi, áttu meðal annars stangarskot. Egill skoraði eina mark Haukana.