Nú er öllum leikjum í báðum riðlum 1. deildar kvenna lokið. Í riðli A er lið Fylkis efst með 28 stig. Stelpurnar okkar eru í öðru sæti með 26 stig og Fjölnir í þriðja sæti með 25 stig. Haukastelpurnar unnu átta leiki í sumar, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum.
Undanúrslit 1. deildar kvenna hefjast síðan föstudaginn 26. ágúst en þá keppir efsta lið A-riðils, Fylkir, við Hött sem varð í 2. sæti B-riðils. Þessi lið mætast svo aftur sunnudaginn 28. ágúst. Báðir leikir þessara liða fara fram á Fylkisvelli
Haukar taka á móti efsta liði B-riðils, Þór/KA/KS, laugardaginn þann 27. ágúst kl. 14:00, og munu sannir stuðningsmenn Hauka ekki láta sig vanta á þennan hörkuleik. Haukar fara síðan til Akureyrar þriðjudaginn 30. ágúst.
ÁFRAM HAUKAR