Omar vann Hrannar

Línur eru farnar að skýrast í riðlakeppni boðsmótsins. Úrsli allra skáka fjórðu umferðar voru eftir „bókinni“, en sumar eftir mikla baráttu, t.d vann undirritaður Guðmund í 89 leikjum!

A-Riðill

Árni – Stefán 1-0
Tinna – Torfi 0-1
Helgi – Björn 0-1

Staðan:
Björn Þorfinnson 4 af 4
Árni Þorvaldsson 3 af 4
Torfi Leósson 3 af 5
Helgi Hauksson 1,5 af 5
Stefán Már Pétursson 1 af 4
Tinna Kristín Finnboagadóttir 0.5 af 4

Hér er Björn kominn í A-flokkinn og Árni fylgir honum ef hann tapar ekki fyrir Tinnu Kristínu í síðustu umferð. Torfi fer að öllum líkindum í B-flokkinn, líklega með Helga.

B-Riðill

Þorvarður – Gísli 1-0
Kjartan – Sigurbjörn 0-1
Ingi – Guðmundur 1-0

Staðan:
Sigurbjörn Björnsson 4 af 4
Þorvarður Fannar Ólafsson 4 af 4
Kjartan Guðmundsson 2 af 4
Gísli Hrafnkelsson 1 af 4
Ingi Tandri Traustason 1 af 4
Guðmundur G. Guðmundsson 0 af 4

Hér eru Sigurbjörn og Þorvarður öruggir í A-flokk og skák þeirra í síðustu umferð í raun þeirra fyrsta þar. Kjartan er öruggur í B-flokk með vinning með sér. Gísli og Ingi tefla svo úrslitaskák um hitt sætið í B-flokki. Guðmundur lendir í C-flokki.

C-Riðill

Oddgeir – Marteinn 0-1
Hjörvar – Geir 1-0
Omar – Hrannar 1-0

Staðan:
Omar Salama 4,5 af 5
Hjörvar Steinn Grétarsson 3,5 af 4
Hrannar Baldursson 2,5 af 4
Geir Guðbrandsson 1 af 4
Marteinn Þór Harðarson 1 af 5
Oddgeir Ottesen 0,5 af 4

Omar er öruggur í A-flokk, en Hrannar sem er öruggur í B-flokk þarf að vinna Hjörvar í síðustu umferðinni til að fylgja Omari á kostnað Hjörvars.
Skák Oddgeirs og Geirs verður svo úrslitaskák um sæti í B-flokki. Marteinn verður í C-flokki.

D-Riðill

Stefán – Einar 1-0
Jorge – Róbert Frestað
Þórir – Aðalsteinn 1-0

Staðan:
Stefán Freyr Guðmundsson 4 af 4
Róbert Lagermann 2 af 2
Jorge Fonseca 2 af 3
Aðalsteinn Thorarensen 1 af 3
Þórir Benediktsson 1 af 4
Einar Gunnar Einarsson 0 af 4

Hér er staðan óljósari. Stefán er þó öruggur í A-flokk. Róbert, Jorge og Aðalsteinn eiga allir séns í að komast í A-flokk. Þórir á góðan möguleika á að komast í B-flokk, en Einar fer í C-flokkinn.