Á morgun þriðjudag kl. 17 verður lokaæfingin fyrir jól og áramót. Eins og venjulega munum við halda jólaskákmót og eiga því allir að mæta kl. 5 og vera til 7. Tefldar eru 6-7 umferðir 7. mínútna skákir og verða veitt verðlaun í 2 flokkum eldri og yngri.
Síðan verður eitthvað gómsætt á boðstólum líka.