Eftir mikla baráttu um sigur á þessari æfingu vann Jón M. hana með 10 vinninga af 11 mögulegum. Næst eftir honum kom svo Varði með 8,5. En hérna koma úrslitin:
1. Jón M. með 10 v.
2. Varði með 8,5 v.
3. Ingi með 8 v.
4. Guðmundur með 7 v.
5. Snorri með 6 v.
6. Stefán P. með 5,5 v.
7.-8. Aui og Raggi með 5 v.
9.-10. Marteinn og Kiddi með 4 v.
11. Geir með 3 v..
12. Rúnar með 0 v.
Eftir þetta var svo ákveðið að taka liðakeppni, reyndar fór helmingurinn heim. En svo fór að þeir Varði, Ingi og Geir unnu Aua, Jón og Kidda með 6 vinningum á móti þremur.
Ég þakka fyrir kvöldið og vona að sem flestir láti sjá sig í næstu viku. En æfingarnar eru á þriðjudögum kl. 19:30, í samkomusalnum á Ásvöllum.