Félagar í Skákdeild Hauka hafa verið að stand sig vel undanfarið í skákheiminum.
Þorvarður Fannar Ólafsson vann öruggan sigur á Páskamóti Taflfélags Garðabæjar.
Sverrir Örn Björnsson sigraði á Skákþingi Norðurlands og sló þar mörgum stigahærri mönnum ref fyrir rass.
Síðast en ekki síst þá er unglingurinn Sverrir Þorgeirsson að sláí gegn á Alþjóðlega Skákmótinu Reykjavík International. Hann er enn og aftur að sýna að hann er einn af efnilegustu skákmönnum Íslands.
Sverrir er búinn að vinna einn FIDE meistara og gera jafntefli við 2 í viðbót. Einnig hefur hann gert jafntefli við annan sér mun stigahærri mann.
Sverrir er þegar þetta er ritað í 21. sæti af 38, þrátt fyrir að vera næststigalægsti maður mótsins.
Frábær árangur hjá Sverri. Nú vantar bara stuðning einhvers fyrirtækis eða fyrirtækja til að hjálpa Skákdeild Hauka til að styðja við bakið á Sverri svo að hann geti bætt sig enn meira á komandi misserum.
Áhugasamir hafið samband við skak@haukar.is 🙂