Æfing 13. mars

Sverrir Þorgeirsson heldur áfram að sýna styrkleika sinn á æfingum en þokklega var mætt í þetta sinn nema formaðurinn sem mætti þegar mótið var rúmlega hálfnað. Hann var þó með ásættanleg forföll (ss. veikindi barna, eigin dauði tilkynntur með góðum fyrirvara osfrv).

Hann stóð sig samt ágætlega í hlutverki sínu sem skotta í flestum skákunum eftir að hann kom þrátt fyrir að vera mættur og endaði í 13 sæti með 2,5 vinning.

En efstur eins og áður sagði var yngsti maðurinn á svæðinu Sverrir Þorgeirsson með 11 vinninga af 13 mögulegum.

Úrslit urðu annars.
1. Sverrir Þorgeirsson 11 v.
2. Þorvarður F. Ólafsson 10,5 v.
3. Sigurður Sverrisson (móðurbróðir Sverris) 9,5 v.
4-6. Marteinn, Páll Sigurðsson og Heimir Ásgeirsson 8 v.
7. Stefán Pétursson 7,5 v.
8. Ingi Tandri Traustason 7 v.
9-10. Gísli Hrafnkelsson og Grímur Ársælsson 5 v.
11. Guðmundur 4,5 v.
12 Sverrir Gunnarsson 3,5 v.
13. Auðbergur Magnússon (Hverfisgötumóri) 2,5 v.
14. Rúnar 1 v.

Í lokin var svo tekin liðakeppni milli 2 vaskra liða.
Í betra liðinu voru þeir Sverrir Þorgeirs, Páll Sig og Aui en í verra liðinu voru þeir Varði, Marteinn, Ingi Tandri og Gísli Hrafnkels.

Fljótlega varð ljóst að það stefndi í æsispennandi keppni eftir 2-2 í fyrstu umferð. Í umferð nr. 2 klikkaði betra liðið aðeins og tapaði 3-1 en svaraði svo aðeins fyrir sig í 3 umferð með 2,5-1,5 sigri.

Í lokaumferðinni gekk allt á afturfótunum hjá betra liðinu og tapaði það því fyrir Varða og félögum. Súrt í broti en ljóst er að betur verður teflt næst.

Í liði Sverris voru Sverirr og Heimir bestir með nákvæmlega 2 vinninga af 4 mögulegum.Páll kom svo með 1,5 og Aui með 1 vinning.

Í liði Varða fór hann fyrir liði sínu með alltofgóðufordæmi því hann vann allar sínar skákir. Marteinn hélt með okkur því hann tapaði öllum í staðinn en svo kom einhver Ingi eins og skrattinn úr sauðarleggnum og krækti hvorki í meira eða minna en 3,5 vinning. sem er hreint ótrúlegur árangur.
Gísli stóð sig einnig mjög vel með 2 vinninga.

semsagt naumur 6,5-9,5 sigur hjá Varða og félögum.

(ATH. fréttaritari gætir hlutleysis við gerð allra frétta)