Skákæfing 19. sept 2006

11 manns mættu á skákæfinguna á þriðjudaginn var. Nýkrýndur sigurvegari áskorendaflokks, Davíð Kjartansson, mætti og sigraði með fullu húsi. Í öðru sæti 2 vinningum á eftir kom undirritaður, en auk tapsins gegn Davíð lenti hann í Alekínsvarnarmulning að hætti Sverris Arnar. Sverrir þurfti þó að sætta sig við 3-4. sætið eftir að hafa misstígið sig í öðrum skákum. Lokastaðan var annars eftirfarandi:

1. Davíð Kjartansson 11 af 11

2. Þorvarður Fannar 9

3-4. Ingi Tandri 8
3-4. Sverrir Örn 8

5. Árni Þorvaldsson 7,5

6. Jón Magnússon 6,5

7. Stefán Pétusson 5

8. Auðbergur Magnússon 4,5

9. Daníel Pétursson 3,5

10. Ragnar Árnason 2

11. Rúnar Jónsson 1

12. Skotta 0

Við allra skákþyrstustu slógum svo upp öðru móti og fór það á þessa leið:

1. Varði 4,5 af 5

2-3. Sverrir Örn 3,5
2-3. Jón Magnússon 3,5

4. Ingi Tandri 2

5. Árni 1,5

6. Aui 0