Í 3. umferð Rvk open skiptust á skin og skúrir hjá Haukamönnum.
Á toppnum vann Kveinys Sutovsky, en Íslandsvinurinn Sutovsky fórnaði hrók og manni snemma tafls og átti einu sinni þráskák, en ákvað að tefla til sigurs og tapaði. En þessi skák var ein sú æsilegasta í mótinu hingað til.
Brynell gerði jafntefli við Marokkóbúann Hichem Hamdouchi, en Ehlvest tapaði gegn skákkonunni Tatjönu Vasilevich.
Hjá íslensku Haukaliðunum gekk upp og ofan. Davíð Kjartansson tapaði gegn Mamedyarov (2709), Snorri G. Bergsson vann undrabarnið Hjörvar Stein Grétarsson frekar auðveldlega og Halldór Brynjar Halldórsson vann glæsilegan sigur á Innu Gaponenko, sem er mjög sterk skákkona frá Úkraínu, með vel yfir 2400 skákstig.
Sverrir Þorgeirsson gerði jafntefli við Lenku Ptacnikovu, kvennastórmeistara, Þorvarður Fannar tapaði gegn líbanskri skákkonu, Mouradjan, (voðaleg ásókn virðist vera hjá Haukamönnum í skákstúlkurnar!), og Sverrir Örn tapaði fyrir Þjóðverjanum Krockenberger.
Eftir 3. umferðir er staða Haukamanna eftirfarandi:
Kveinys 3 v.
Brynell 2.5.
Snorri 2
Halldór 2
Ehlvest 1.5.
Davíð K. 1
Sverrir Þ. 1
Sverrir Ö. 0.5
Þorvarður 0
Á morgun mæta Haukamenn eftirfarandi:
Aloyzas Kveinys:Gabriel Sargissian
T. Hillarp Persson:Stellan Brynell
Stefán Kristjánsson:Snorri Bergsson
Mohanmed Tissir:Halldór Brynjar
Ehlvest-Helgi Dam Ziska
Davíð Kja-Stefán Bergsson
Sverrir Þ-Eric Moskow
Róbert Harðarson-Sverrir Örn
Dusan Trifunovic-Þorvarður Fannar
Vek athygli á, að í 4. umferð verða Haukamann kvenmannslausir í skákhöllinni. Kveinys hefur hvítt á Sargissian og ætti að eiga góðan möguleika á punkti, Brynell tapar sjaldan og fær nú félaga sinn Tiger Hillarp. Snorri fær Stefán Kristjánsson og verður þar við ramman reip að draga. Halldór á ágætis möguleika gegn Tissir, sem mér sýnist ekki verulega sterkur. Ehlvest ætti að vinna Ziska, og Davíð er sterkari en Stefán Bergsson, þó hálfnafni undirritaðs sé seigur. Sverrir og Sverrir eiga við erfiða andstæðinga, þó mig gruni að Sverrir Þorgeirs eigi að hafa í fullu tré við Kanann. Síðan spái ég sigri Varða gegn gamla manninum.
Áfram Haukamenn, koma svo.