Skólaskákmót Hafnarfjarðar

Alls tóku 19 sveitir frá flestum skólum í Hafnarfirði þátt í sveitakeppni Grunnskóla sem haldið var í Strandbergi fyrr í dag.

Engidalskóli sendi flestar sveitir eða 6 talsins en 4 sveitir komu frá Hvaleyrarskóla og Setbergsskóla

Félagsmenn Hauka komu nokkuð við sögu. Hvaleyrarskóli sem skipuð var Unglingaliði Hauka styrkt af reyndar einum meðlimi úr Taflfélagi Garðabæjar lenti í efsta sæti mótsins með fullt hús vinninga.

Þetta voru þeir Svanberg Már Pálsson á fyrsta borði, Geir Guðbrandsson á borði 2, Kristján Ari Sigurðsson á borði 3 og Herbert Ingi Sigfússon á borði 4. Þeir fengu allir fullt hús.

Einnig með fullt hús var td. Jón Hákon Richter sem tefldi á 3 borði fyrir Öldutúnsskóla.

Leon tefldi á fyrsta borði fyrir Hraunvallaskóla, Hans Adolf og Agnes Linnet telfdu fyrir Setbergskóla 2 eða 3 minnir mig en td. Arnór Ingi í sveit 1 en mjög kom á óvart að Setbergsskóli skyldi dreifa mannskapnum svo mikið sem raun bar vitni og því í stað þess að vera líklega í verðlaunasætum lenti skólinn með efstu lið sín í 5 og 6. sæti

Fleiri Haukamenn sáust. td. Róbert og fl og stóðu sig flestir vel.

Röð liða.
1. Hvaleyrarskóli 1 20 vinningar af 20!
2. Víðistaðaskóli 1 14 v.
3. Öldutúnsskóli 1 12 v. (vantaði Sigurð Ricter og Steindór Bragason)
4. Engidalsskóli 5. 11 v.
5. Setbergsskóli 2. 11 v.
6. Setbergsskóli 3. 10,5 v.
7. Hvaleyrarskóli 2. 10,5 v. (stúlknasveit)
8. Engidalsskóli 2 10,5 v. 
9. Engidalsskóli 1. 10,5 v.
10. Hvaleyrarskóli 4 10 v.
11. Hraunvallaskóli 10 v.
12. Setbergsskóli 4 9,5 v.
13. Víðistaðaskóli 2 9,5 v.
14. Hvaleyrarskóli 3 9,5 v.
15. Engidalskóli 3 9,5 v.
16. Setbergsskóli 1 9 v.
17. Engidalsskóli 6 8,5 v.
18. Áslandsskóli 8,5 v.
19. Engidalsskóli 4 6 v. 

Að lokum voru svo dregnir út fjölmargir vinningar bæði fyrir lið og einstaklinga.