Skákmenn Hauka að þessu sinni eru 2. Þetta eru þeir Heimir Ásgeirsson og Snorri G. Bergsson.
Heimir átti gott ár. Hann varð fyrsti Haukamaðurinn sem vann sér inn rétt til þáttöku í Landsliðsflokki og er ekki á neinn hallað að segja að Heimir hafi verið maður mótsins. Heimir fékk 5,5 vinninga og lenti í 6. sæti, eða 50% árangur þrátt fyrir að vera langstigalægsti maður mótsins. Heimir hefur einnig ekki tapað kappskák á íslandsmóti skákfélaga fyrir hönd Hauka frá stofnun Skákdeildarinnar árið 2001, og var með 7 vinninga af 7 mögulegum á síðasta tímabili.
Snorri Átti einnig gott ár hann lenti í 6. sæti í Landsliðsflokki og varð annar Haukamaðurinn til að vinna sér inn þáttöku í Landsliðsflokki.
Snorri sigraði á Haustmóti Taflfélags Reykjavvíkur með 6.5 v.
Snorri sigraði einnig með yfirburðum Bikarsyrpu Hellis og Eddu útgáfu.
Þeir hafa einnig báðir staði sig vel á mótum erlendis, Heimir á Politiken Cup og Snorri í Belgrad og Hastings.
Þeir eru einnig góðir félagar og eru vel að titlinum Skákmenn Hauka komnir.
Til hamingju Heimir og Snorri.