Tæplega 30 krakkar komu á barnaæfingu í dag á Ásvöllum. Þar af meirihlutinn sem ekki hefur komið áður og nokkrir krakkar sem mættu í fyrra.
Líklega má þakka það skólaheimsóknum Hróksins og skákdeildar Hauka í síðustu viku.
Töluvert var um byrjendur sem þurftu aðstoð við mannganginn og grunnatriði og var því hópnum skipti í 2 hluta, þar sem reynslumeiri hópurinn tefldi innbyrðis.
Eitthvað tefldu þau mismikinn fjölda skáka en efstir urðu þeir bræður Jón Hákon og Sigurður Richter en einnig voru Jón Guðnason og Steindór Bragason með 3,5 vinning. Agnes Linnet kom síðan með 3 vinninga og þá Arnór Ingi Björnsson með 2. þeir Andri, Davíð, Jóhann og Árni fengu færri vinninga.
Pizzuveislu sem vera átti í dag var frestað til næstu æfingar vegna slælegrar frammistöðu pizzastaðarins sem ekki var tilbúinn með bökurnar þegar átti að sækja þær.
Hlakka til að sjá ykkur öll í næstu viku.
Páll þjálfari.