Haukar hófu keppni í bikarkeppni TG í atskák mánudagskvöldið 3.október. Keppnin fór fram í skákhöll Hauka að Ásvöllum. Mikið var um forföll, t.d. voru aðeins 3 af nýju mönnunum mættir til leiks. Það kom þó ekki að sök, því að bæði A- og B- liðin höfðu sigur, en tæpt var það þó. A-liðið vann TG A 7-5, og B-liðið vann TR C með sama mun.
Þar sem undirritaður var ansi hreint upptekinn við að tefla flóknar og skemmtilegar skákir við hinn efnilega Vilhjálm Pálmason, þá held ég að ég verði að láta úrslitin nægja.
Haukar A TG A: 7-5
Halldór Brynjar Halldórsson-Jóhann H. Ragnarsson 1,5-0,5
Ólafur B. Þórsson-Jónas P. Erlingsson 0-2
Björn Freyr Björnsson-Björn Jónsson 1-1
Heimir Ásgeirsson-Guðlaug Þorsteinsdóttir 2-0
Þorvarður Fannar Ólafsson-Hilmar Viggóson 2-0
Sverrir Örn Björnsson-Leifur Ingi Vilmundarson 0,5-1,5
Haukar B TR C: 7-5
Sverrir Þorgeirson-Torfi Leósson 1-1
Árni Þorvaldsson-Aron Ingi Óskarsson 1-1
Daníel Pétursson-Matthías Pétursson 1-1
Ingi Tandri Traustason-Vilhjálmur Pálmason 1-1
Snorri Karlsson-Einar Sigurðsson 1,5-0,5
Ingþór Stefánsson-Mikael Luis Gunnarsson 1,5-0,5