Æfing 27. september

13 manns voru mættir á æfinguna sem fram fór á þriðjudaginn. Þorvarður hafði það enn einu sinni, en eftir mikla baráttu. Árni gat náð honum í lokaskákinni, sem var hörkuspennandi, en hún endaði að lokum með jafntefli, eitt af 3 hjá Varða, en hann tapaði aldrei. Mikil barátta var um 3ja sætið, á milli Svanbergs, Snorra, Inga og Daníels, en svo fór á endanum að Svanberg hafði það. Nýr maður í sveit Hauka, Ingþór Stefánsson mætti í 1sta skipti á æfingu og gerði á köflum vel, t.d. gerði hann jafntefli við Varða í hörkuskák, þar sem Ingþór var með að því er virtist betra.

Úrslit:

1.Þorvarður Fannar Ólafsson 11,5v.
2. Árni Þorvaldsson 10,5
3.Svanberg Már Pálsson 9,5
4. Ingi Tandri Traustason 9
5-6. Snorri Sigurður Karlsson 8,5
5-6. Danél Pétursson 8,5
7. Ingþór Stefánsson 6,5
8-9. Sverrir Þorgeirsson 6
8-9. Ragnar Árnason 6
10-13. Grímur Ársælsson 3,5
10-13. Kristján Ari Sigurðsson 3,5
10-13. Geir Guðbrandsson 3,5
10-13. Sverrir Gunnarsson 3,5
14. Skotta 0