Skákæfing 2.nóvember 2004

Heimir vann mjög sannfærandi sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Þátttaka var frekar dræm miðað við undanfarna þriðjudaga. Aðeins 10 manns létu sjá sig, sem þykir nú ansi fámennt á mælikvarða okkar Haukamanna. Tefld var tvöföld umferð, allir við alla. Heimir byrjaði mótið af krafti og vann hverja skákina á fætur annarri á meðan hans helstu keppinautar voru að reita vinningana af hvorum öðrum. Undirrituðum tókst þó að bjarga mótinu með því að kroppa einn vinning af kappanum þegar þrjár umferðir voru eftir. Þó svo að andi okkar Haukamanna sé eins og best verður á kosið, er ekki vel séð að menn mæti og vinni með fullu húsi.

Lokastaðan:

1. Heimir Ásgeirsson 17v. af 18.
2. Þorvarður Fannar 14,5
3. Jón Magnússon 12,5
4. Grímur Ársælsson 11,5
5. Auðbergur Magnúss. 11
6. Ingi Tandri 9
7. Magnús Kristinsson 7
8. Snorri Karlsson 5
9. Geir 2
10. Kristján Sigurðsson 0,5

Að venju var tekin ein stutt liðakeppni í lokin og endaði hún á þessa leið:

Heimir – Varði 1 – 1
Aui – Jón M. 0,5 – 1,5
Ingi – Magnús 0,5 – 1,5
Daníel – Snorri 2 – 0

Niðurstaðan varð því jafntefli 4-4, báðum liðum til mikillar gremju!