Viðtal við Elías Má

Eins og fram hefur komið hefur Elías Már skrifað undir nýjan samining við Hauka. Elías Már gekk í raðir Hauka um síðustu jól eftir að hafa verið í atvinnumennsku í Þýskalandi.

Við fengum Elías Má í stutt viðtal og spurðum hann fyrst að því hvað kom til að hann hafi endurnýjað samning sinn við Hauka „Það var einfaldlega vilji beggja aðila að halda áfram þessu samstarfi eftir viðburðaríka mánuði frá jólum.

Eins og fyrr segir kom Elías Már heim um jólin, hver var ástæðan fyrir því að hann ákvað að koma heim ? „Liðið sem ég fór til var í miklum peninga vandræðum og þegar ég sá í hvað stefndi ákvað ég að halda heim á leið frekar en að lifa í þeirri óvissu sem þarna var.

En skyldi Elías hafa fengið fleiri tilboð en frá Haukum, áður en hann gekk í raðir Hauka ? „Já og nei það voru einhverjar þreifingar í gangi eins og gengur en þegar ég vissi af áhuga Hauka var þetta aldrei spurning “ sagði Elías Már

Eftir að Elías Már kom til Hauka sigruðu Haukarnir hvern leikinn af fætum öðrum og sigruðu deildina nokkuð örugglega, kom honum eitthvað á óvart hjá félaginu, sem hann bjóst ekkert endilega við ? „ Það má eiginlega segja að sú samtaða sem ríkir í klúbbnum og umgjörðin í kringum liðið hafi komið mér skemmtilega á óvart!!!

Eftir tímabilið hafa Haukar fengið fjóra leikmenn heim úr atvinnumennskunni og þar af einn sem spilar stöðu hægra hornamanns, leikmann sem við Haukafólk ættum að þekkja vel, Einar Örn Jónsson, en hann spilaði ófáa leikina fyrir Hauka áður en hann fór út í atvinnumennskuna, fyrir hjá félaginu er svo hinn ungi og efnilegi Þröstur Þráinsson og verður því greinilega mikil samkeppni hjá þeim að spila næsta vetur, hvernig lýst Elíasi á það ? Það er alveg klárt að samkeppnin verður hörð um stöðuna en það gerir þetta bara enn skemmtilegra. Við munum vonandi ná að vinna vel saman og mynda þannig besta hægra hornið næsta vetur. “ sagði Elías, sem yrði auðvitað bara ánægjulegt og verður spennandi að sjá hvernig þessir fagmenn ná að vinna saman.

Eins og fyrr segir hafa Haukar fengið fjóra leikmenn heim úr atvinnumennskunni. Við spurðum því Elías Má að lokum hvort að Haukar muni ekki einoka titlana á næsta ári hér á landi ? „ Ég held að þetta sé varla svo einfalt en að sjálfsögðu stefnum við á sigur í öllum þeim keppnum sem við tökum þátt í enginn spurning .“ sagði Elías Már brattur að lokum.

Við þökkum Elíasi Má kærlega fyrir þetta spjall. Von er að fleiri viðtölum í þessum dúr á næstunni. Þangað til næst, Áfram Haukar !

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.