Áfram höldum við að fjalla um stórleikinn á morgun, leikur Hauka og Fram í N1-deild karla, 19:15 á Ásvöllum. Í dag ætlum við að fá “comment” frá þremur afburðafallegum drengjum í meistaraflokknum, við erum að tala um þá Gísla Guðmundsson, Jón Karl Björnsson og Kára Kristján Kristjánsson.
Jón Karl, hornamaður: „Það er rosalega góð stemmning í hópnum og ætla menn að leggja sig alla í það að klára tiltilinn á föstudaginn “ Og hann býst við að Framarar mæti vitlausir til leiks „Þetta verður hörku leikur og held ég að Framarar mæti dýrvitlausir til leiks“
Gísli Guðmundsson, markmaður: „Stemmningin í hópnum er mjög góð og allir fullir tilhlökkunar enda getum við tryggt okkur Íslandsmeistaratitilinn. Það stendur ekkert annað til en að klára þetta á heimavelli á föstudagskveldi.“ Og hann segir að þetta yrði ekki slæm afmælisgjöf fyrir félagið en eins og flestir vita á Knattspyrnufélagið Haukar afmæli á laugardaginn,12.apríl. „ Ekki slæm afmælisgjöf fyrir félagið sem á afmæli daginn eftir, laugardaginn 12.apríl. Það verður líka mjög skemmtilegt að fá að fagna í andlitið á Frömurum því þeir stálu af okkur deildarmeistaradollunni með góðri aðstoð dómara og ritara í desember, síðast liðnum.“ Og hann hvetur alla þá sem eiga kost á því að komast á leikinn að mæta „ Það væri sérstaklega gaman að fá alvöru mætingu á þennan leik og vinna titilinn við klassa umgjörð. “
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður: „ Stemmingin fyrir þessum leik er eitrað. Við bíðum fullir eftirvæntingar fyrir þennan leik og ætlum við að klára mótið ekki seinna en strax á föstudaginn.“ Kári talar síðan um eitthvern söngfugl „ Það hvíslaði líka að mér einn lítill söngfugl að fólk ætlaði að flykkjast á völlinn og er enginn afsökun fyrir því að mæta ekki á leikinn. Það kemur því í ljós og mun sjást hverjir eru Haukamenn í raun og veru á föstudaginn því að fólkið er okkar 8-maður og myndi það án efa skila miklu til okkar inn á völlinn, plús það að það er ekkert varið í að vinna svona stórleik ef það er enginn til að gleðjast með okkur. “
Það er greinilegt að leikmenn liðsins bíða í örvæntingu eftir þessum leik, enda ekkert minna undir en STÓRI titilinn.
Allir á völlin á morgun – ÁFRAM HAUKAR
| HAUKAR – Fram – Ásvellir – Á Morgun föstudag – Klukkan 19:15 | Sigur ? Íslandsmeistarar!
– Arnar Daði Arnarsson skrifar.