Haukar vakta umhverfið

Sunnudaginn 6. mars fór handknattleiksdeild Hauka yfirreið um Áslandið og týndi rusl í poka.  Verkefnið er liður í umhverfisvakt, sem er samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar og ýmissa félagasamtaka.  Handknattleiksdeild Hauka hefur tekið að sér Áslandið, þ.e. eldri hluta hverfisins. 

Það var um 40 manna fríður hópur úr báðum meistarflokkum og stjórn handknattleiksdeildar sem sá um þetta hreinsunarátak.  Umtalsvert rusl hafði safnast í vetur og af ýmsum toga, þó mest hafi verði um plast, umbúðir, bréf auk leifa frá skotgleði Áslendinga um síðustu áramót.  Fylltir rúmlega100 svartir ruslapokar sem starfsmenn bæjarins munu sjá um að hirða upp.

Fáein afmörkuð svæði eru óyfirfarin, en þau verða hreinsuð á næstunni.