Tveir leikir um helgina

Um helgina leika bæði strákarnir okkar og stelpurnar okkar leiki. Stelpurnar spila á morgun, laugardag, gegn FH á Strandgötu en leikurinn er heimaleikur FH og spilaður á Strandgötu vegna þess að Kaplakriki er óleikhæfur vegna framkvæmda. Leikurinn hefst klukkan 16:00.

Á sunnudaginn leika hins vegar okkar strákar heimaleik gegn ÍBV. Leikurinn verður sjónvarpsleikur og því um að gera að fjölmenna og sýna styrk okkar Haukamanna á pöllunum í sjónvarpinu.

Mætum á leikina og styðjum okkar fólk til sigurs.