Strákarnir enn á toppnum

Strákarnir okkar sigruðu í kvöld lið Fram með 26 mörkum gegn 20 á Ásvöllum.

Framarar byrjuðu mun betur og komust strax í góða forystu. Fram kost í stöðun 10-6 en okkar menn náðu að breyta stöðunni fyrir hálfleik í 12-10 sér í vil og var staðan þannig í hálfleik.

Í síðari hálfleik héldu strákarnir okkar uppteknum hætti og létu forystuna aldrei af hendi og sigruðu að lokum eins og áður segir 26-20.

Markahæstur í liði okkar manna var Jón Karl Björnsson með 6 mörk, næstu kom Andri Stefan með 5. Gísli Guðmundsson varði 14 bolta í markinu og marga þeirra mjög mikilvæga.
Markahæstur hjá Fram var Jóhann Ingi Einarsson með 5 mörk en næstur kom Einar Ingi Hrafnsson með 4. Björgvin Páll Gústavsson markmaður Fram varði 9 bolta og Magnús Einarsson 1.

Eftir leikinn eru okkar strákar enn í efsta sætinu nú með 16 stig eftir 10 leiki. HK er í 2. sæti með 13 stig eftir 9 leiki og Fram í 3. sæti, einnig með 13 stig en eftir 10 leiki. HK getur því ekki náð okkur en þeir eiga leik gegn Akureyri norðan heiða á morgun og geta þá minnkað muninn í eitt stig.

Næsti leikur okkar stráka er gegn Akureyri á laugardaginn kemur á Ásvöllum. Fjölmennum á þann leik. Nánari dagskrá vegna fyrir daginn verður auglýst á síðunni undir lok vikunnar.

ÁFRAM HAUKAR!!