Á morgun, fimmtudag, fara strákarnir í heimsókn í Framhúsið við Safamýri og leika þar gegn heimamönnum klukkan 20:00. Fyrir leikinn eru bæði liðin með 4 stig í 2. og 3. sæti á eftir Stjörnumönnum sem eru með 6 stig. Haukar og Fram eru búnir með tvo leiki en Stjarnan þrjá.
Í síðustu 20 leikjum höfum við Haukamenn mikið betur en við höfum sigrað 14 af þeim leikjum, Fram unnið 5 og einu sinni hafa liðin skilið jöfn. Liðin mættust fjórum sinnum á síðasta tímabili og unnu hvort um sig tvo leiki. Haukar sigruðu tvo fyrstu leikina, sem báðir voru í deildinni, fyrst í október og svo desember en Fram sigraði seinni tvo leikina, fyrst í bikarnum í febrúar og svo í deildinni í mars.
Liðin hafa bæði mikið breyst frá því í fyrra. Við byrjum á því að fjalla um breytingar sem hafa orðið á liði Fram:
Liði hefur fengið til liðs við sig Jón Þorbjörn Jóhannsson sem er fyrrverandi lærisveinn Arons okkar hjá Skjern. Jón Þorbjörn er línumaður sem er að spila í fyrsta skipti í meistaraflokki á Íslandi. Björn Guðmundsson kom til liðsins frá Fylki, Filip Kliszczyk kom erlendis frá en hann er pólskur leikmaður og Guðmundur Hermannsson kom til liðsins frá Akureyri.
Liðið hefur einnig misst leikmenn en Þorri Björn Gunnarsson er farinn erlendis, Sergiy Serenko fór í atvinnumennsku erlendis og nú síðast fór Sigfús Páll Sigfússon til Vals eftir miklar málamiðlanir.
Liðið okkar hefur breyst mikið síðan í fyrra. Halldór Ingólfsson, Gunnar Berg Viktorsson, Arnar Jón Agnarsson og Gísli Guðmundsson komu til lið við okkur og frá okkur fóru Árni Þór Sigtryggsson, Samúel Ívar Árnason, Björn Ingi Friðþjófsson og Björn Viðar Björnsson (í láni til Víkings).
Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og hvetja strákanna okkar til sigurs. Með sigri komumst við upp að hlið Stjörnunnar í efsta sætið.
ÁFRAM HAUKAR!!