Karlamolinn: Tímabilið 1995-1996 mættust Valur og Haukar í fyrsta leik tímabilsins á Hlíðarenda, þar sem nú stendur Vodafonehöllin. Leikurinn endaði með jafntefli 19-19. Markahæstur í liði Hauka var enginn annar en Petr Baumruk með 5 mörk.
Aðrir leikmenn Hauka voru markmennirnir Bjarni Frostason og Baldur Guðmundsson og útispilararnir Þorkell Magnússon, Viktor Stefán Pálsson, Hinrik Örn Bjarnason, Sveinberg Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Halldór Ásgrímur Ingólfsson (sem enn er að spila), Óskar Sigurðsson, Aron Kristjánsson (núverandi þjálfari liðsins), Jón Freyr Egilsson, Einar Gunnarsson og Björgvin Þór Þorgeirsson.
Í leiknum fengu Haukar 5 tveggja mínútna brottvísanir og tvö rauð spjöld, en þau fengu Petr Baumruk (fyrir 3 brottvísanir) og Þorkell Magnússon.
Við skulum vona að það verði örlítið meira skorað í leiknum á föstudaginn kemur í Vodafone höllinni.
Kvennamolinn: Tímabilið 1994-1995 mættust Fram og Haukar í fyrsta leik tímabilsins líka og nú. Sá leikur fór einnig fram í Safamýrinni, eins og leikurinn á fimmtudaginn kemur. Leikurinn endaði með stórsigri Framstelpna, 28-16. Markahæst í liði Hauka var núverandi spilandi aðstoðarþjálfari Hauka, Harpa Melsted, með 6 mörk.
Aðrir leikmenn Hauka voru markmennirnir Hólmfríður Hólmþórsdóttir og Fjóla Björk Samúelsdóttir og aðrir leikmenn Jóhanna S Steingrímsdóttir, Hjördís Björg Pálmadóttir, Hildigunnur Guðfinnsdóttir, Ásta Stefánsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Kristín Konráðsdóttir, Rúna Lísa Þráinsdóttir, Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, Sigríður Gréta Sigfúsdóttir og Ásbjörg Geirsdóttir.
Í liði Fram spiluðu þrjár systur Guðríður, Hafdís og Díana Guðjónsdætur. Díana verður í öðru hlutverki á fimmtudaginn en þá mun hún stjórna Haukaliðinu í fyrsta deildarleik sínum. Díana skoraði 2 mörk í leiknum. Guðríður er svo þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fylki og Hafdís þjálfari yngri flokka hjá HK.