Við minnum á lokahóf handknattleiksdeildar sem haldið verður laugardaginn 19. maí.
Yngri flokkar klukkan 15:00. Veittar verða viðurkenningar, grillaðar pylsur og sönghópurinn HARA úr X factor mætir á svæðið og tekur nokkur lög.
Eldri flokkar um kvöldið. Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Fjölmennum á hófið og höfum skemmtilegan dag saman.